fimmtudagur, 14. júní 2012

Reiðnámskeið.

Reiðnámskeið verður haldið á Siglufirði og hefst 6. júlí og verður í viku til 10 daga.
Námskeiðið er öllum opið.
Nánari uppl.  hjá Herdísi í símum 467-1375 og 698-6518
                                                                                              Hestamannafélagið Glæsir.

Tiltektardagur

Laugardaginn 9 júni var tiltektardagur hjá okkur, hreinsað var í kringum svæðið og kaffistofan tekin í gegn. Mætting var ágæt og endað var á að grilla pylsur og spjalla saman. Þökkum öllum fyrir.
                                                                                                                                       Glæsir.

föstudagur, 25. maí 2012

Hestamenn athugið!


____________________________________________________________________________________________________________________________________________________Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla
Aðstoð við fótaskoðun
Innkomustjórnun
Upplýsingamiðstöð
Aðstoð á skrifstofu
Ýmis störf á svæði
Aukavaktir

Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.
Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.
Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

Með vissu um góðar undirtektir,
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna

miðvikudagur, 9. maí 2012

Æskan og hesturinn


Sýninginn hjá krökkunum gekk mjög vel og fóru allir glaðir heim eftir að hafa snætt á hamborgurum :)
Þökkum Tínu kærlega fyrir :) p.s myndir koma inn fljótlega.
From Æskan og hesturinn 2012
From Æskan og hesturinn 2012
From Æskan og hesturinn 2012
From Æskan og hesturinn 2012

þriðjudagur, 24. apríl 2012

Næstu æfingar.

Föstudaginn 27 apríl kl. 17
Laugardaginn 28 apríl kl. 17
og þriðjudaginn 1 mai kl. 17.
Glæsir:)

Síðasta æfing:
Föstudaginn 4. maí kl 16:30

mánudagur, 16. apríl 2012

Æfing fyrir Æskan og hesturinn.

Næsta æfing er sunnudaginn 22 apríl kl 17.
Um að gera að skella sér eitthvað á bak og æfa sig þangað til:)
GLÆSIR:

þriðjudagur, 10. apríl 2012

Námskeið fyrir krakkana.

Æfingar fyrir krakkana að hefjast.
Sunnudaginn 15 apríl kl 17:00 .
Kennari Tina :)
Stefnan er tekin á Æskan og Hesturinn 5 mai á Akureyri.
Allir að mæta sem eru búnir að skrá sig.
Spurning um að þeir sem geta mæti á laugardag, 14 apríl kl. 17 með hestana
og taka smá upphitunn.
Glæsir.

miðvikudagur, 14. mars 2012

Landsmót UMFÍ 50 +


Heilir og sælir kæru hestamenn

Helgina 8. – 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti J og senda þessar upplýsingar á sem flesta. 
Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða. 
Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasambands Kjalarnesþings og Ungmennafélags Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin.
Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is.
Aðstaða til keppni í hestaíþróttum er öll til fyrirmyndar í Mosfellsbæ ásamt annarri íþróttaaðstöðu.
Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012 kát og hress J.

Mínar allra bestu kveðjur,
Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +
Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

miðvikudagur, 7. mars 2012


FEIF Youth cup 2012

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k. Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
  • Reynsla í hestamennsku
  • Enskukunnátta
  • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
  • Sjálfstæði
  • Geta unnið í hóp
  • Reglusemi
Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á hilda@landsmot.is eða lh@isi.is 
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
           

þriðjudagur, 6. mars 2012

VETRARLEIKAR Í FJALLABYGGÐ 17.-18. mars 2012

Vetrarleikarnir eru í boði UÍF og aðildafélaga í Fjallabyggð.
Félögin kynna starfsemi sína og er frítt á alla viðburði.Laugard. 17. mars
Hvar
Tími
Hvaða íþróttagrein
Aldurshópur
Snerpa
Íþróttahús Siglufjörður
10:00-12:00
Boccia
Allur
Gnýfari
Hesthúsa-svæði
10:00-12:00
Opið hús í Tuggunni og teymt undir
Allur
KF
KF
Íþróttahús Siglufjörður
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-13:00
13:00-14:00
Fótbolti
Fótbolti
12 ára og yngri
13 ára og eldri
TBS
Íþróttahús Siglufjörður
14:00-16:00
Badminton - spila
Allur
Skotfélagið
Ólafsfjarðarvatn
14:00-16:00
Gönguskíða-skotfimi
15 ára og eldri

Sunnud. 18.mars
Hvar
Tími
Hvaða íþróttagrein
Aldurshópur
Glæsir
Hesthús hjá Halla og Óla
09:00-10:00
Hestum gefið
Allur
GKS
Skíðafélag Ólafsfj.
Íþróttahús Siglufjörður
Tindaöxl
10:00-12:00
11:00-13:00
Golf – pútta/slá af mottum
Ættarmótið-þriggja brauta keppni
Allur
Allur
Glói
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-13:00
Íþróttaskóli fyrir yngstu börnin
3-6 ára
Glói
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-14:00
Frjálsíþrótta kynning
Allur
Glæsir
Reiðskemma
13:00-14:00
Reitt undir
Yngri kynslóðin
Skíðafélag Ólafsfj.
Ólafsfjarðarvatn
15:00-16:30
Gönguskíða-bogfimi
16 ára og eldri
Glæsir
Hesthús/reiðskemma
14:00-15:00
Leggja á, umhirða og tamningar
12-18 ára
Gnýfari
Ólafsfjarðarvatn
14:00-15:00
Hestasýning
Allur
Skíðafélag Siglufj.
Skarðsdalur
14:00-16:00
Leikjabraut o.fl.
Yngri kynslóðin


UÍF bíður uppá kaffi og með því í íþróttahúsinu á Siglufirði lau. 12:00-15:00 og í Vallarhúsinu á Ólafsfirði sun. 13:00-16:00.

mánudagur, 5. mars 2012

Knappamerki

Fyrirhugað er að hafa stöðupróf fyrir knappamerki 1. fljótlega.
Þeir sem hafi áhuga endilega hafið samband við Simma í s. 8664674 og fáið nánari uppl.

miðvikudagur, 22. febrúar 2012

Félagsmenn.


Til félagsmanna í Hestamannafélaginu Glæsi.

Sunnudaginn 12. febrúar var framhaldsaðalfundur hjá félaginu. Á þeim fundi var skipuð starfsstjórn sem ætlar að taka að sér ákveðin verkefni.

1) Hagsmunagæslu gagnvart bæjaryfirvöldum vegna skipulags í Hólsdal.

2) Frágangur á rafmagnsmálum. 

3) Innanfélagsmót til fjáröflunar fyrir félagið.

4) Barna og unglingastaf er snýr að “æskan og hesturinn” og sumarnámskeið.

Önnur mál eru ekki á dagskrá en þeir félagsmenn sem óska eftir að félagið ráðist í önnur verkefni er bent á að taka þau upp á félagsfundum sem boðaðir verða.

fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Reiðleiðir Landsambands Hestamannafélaga"Í Kortasjánni er hægt að skoða kort reiðleiðum Landsambands Hestamannafélaga. Hægt er að færa kortið til stækka eða minnka, mæla fjarlægðir og prenta. Boðið er upp á að leita eftir heimilisfangi, örnefni eða þjónustu (td. gisting, sund eða verslun.). Í Kortasjánni er hægt er að velja á milli þess að hafa hefðbundið grunnkort eða myndkort sem undirlag og sýna aðrar kortaþekjur þar ofan á."

fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Bleika Töltmótið


Þann 19. Febrúar munum við Fáks konur halda í annað sinn Bleika tölt mótið til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, við færðum Krabbameinsfélaginu 500.000 þúsund í fyrra og langar að gera enn betur í ár mótið verður hið glæsilegasta vegleg verðlaun verða í boði, við bjóðum upp á 4 flokka aldurstakmark er 17 ára.


Hestadagar í Reykjavík
Slóð inn á heimasíður hestadaga er http://www.icelandichorsefestival.is/is og þar má sjá dagskrána

Félagsmenn!


Kæru félagsmenn!
Vegna lélegrar mætingar á aðalfundinum í kvöld fimmud. 9 feb.
Hefur verið ákveðið að halda famhaldsaðalfund á sunnudaginn 12 feb. Kl 17:00.
Þangað til verður reiðskemman lokuð öllum félagsmönnum þangað til
að þeyr sýni félaginu virðingu og mæti á aðalfund.
Kv. Kristín Úlfsdóttir form.

sunnudagur, 5. febrúar 2012

Aðalfundur Glæsis.


Kæru félagar.
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund fimmtudaginn 9 feb kl 20:00
í Glæsibæ.Vonast ég til að sem flestir mæti.
Kosið verður ný stjórn og nú hjálpast allir að að finna nýja stjórnarmenn.
Núverandi formaðu ætlar EKKI að sitja áfram!!!!!!
Kv. Kristín Úlfsd. form.

föstudagur, 3. febrúar 2012

Tamningarnámskeið

12 janúar byrjaði tamningarnámskeiðið og voru það 9 félagsmenn í 3 hópum sem hittust 2 í viku í 5 skipti.
Þorsteinn Björnsson kennari á Hólum sá um kennsluna. Hér koma nokkrar myndir sem Fríða tók:) af áhugasömum nemendum og kennara. Fyrirhugað er að vera með námskeið í Knappamerkjum, en sami kennari mun sjá um það:) nánar auglýst síðar.

föstudagur, 27. janúar 2012


Námskeið í hestanuddi

Til stendur að halda námskeið í hestanuddi á Siglufirði ef næg þátttaka fæst, helgina 25-26 febrúar, næstkomandi.  Kennari er Catrin Annica Engström.
Námskeiðið stendur frá 9 - 16 á laugardeginum. Þá er bóklegur tími, vöðvafræði, ástæður fyrir nuddmeðferð og fleira.  Dagurinn endar á því að skoða hvar beinagrindin er í hestinum til að undirbúa nuddið.  Farið verður í að skoða og ræða hnakkamál og hægt er að koma með hnakkinn sinn til að láta kíkja á hann.
Á sunnudeginum er byrjað kl 10, hver og einn kemur með sinn hest. Farið verður yfir gripin og kennarinn fer á milli og hjálpar. Dagurinn endar svo með sýnikennslu i teygjuæfingum. Hver og einn fær bækling með sig heim. 

Námskeiðið kostar kr.19.200 per nemanda og lágmarksfjöldi eru 6 nemendur. Greiða verður staðfestingargjald kr. 6000 við skráningu.  Skráning og allar upplýsingar eru í síma 861-6727 eða í hestanudd@hestanudd.net fyrir  sunnudaginn 19.febrúar.