miðvikudagur, 7. mars 2012


FEIF Youth cup 2012

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k. Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
  • Reynsla í hestamennsku
  • Enskukunnátta
  • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
  • Sjálfstæði
  • Geta unnið í hóp
  • Reglusemi
Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á hilda@landsmot.is eða lh@isi.is 
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
           

Engin ummæli:

Skrifa ummæli