föstudagur, 28. maí 2021

 Góðir félagsmenn Glæsis


Nú þurfum við að standa saman með félagsstarfið og annað. Við munum byrja á viðhalds og tiltektardegi sem verðum Laugardaginn 05.06.2021 kl 09:00 til 14:00. Kaffi á eftir.


Þeir sem mæta fá helmingsafslátt af félagsgjöldum 2021! Félagsgjöld ársins 2021 eru 7.500 kr. 

Þú spara því 3.750kr með því að mæta.


Láta vita þeir sem geta ekki mætt


Allar upplýsingar á heimasíður glæsis

http://glaesir.fjallabyggd.is/


Haraldur

8935051

Símon

8664674

Elín

8683778

þriðjudagur, 19. ágúst 2014

Stórmót Hrings


Helgina 22.-24. ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyriropnu íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Tölti- opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki
Fimmgangi, opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki
Fjórgangi, opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki
100m skeiði
150m skeiði
250m skeiði
Gæðingaskeiði
Í skeiðgreinum verður rafræn tímataka.
Skráningar fara fram í gegnum tengilinn "Skráning í mót" á heimasíðu Hrings, hringurdalvik.net. Þar skal merkja við öll stjörnumerkt atriði.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 20. ágúst kl 20.00.
Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins fyrir miðvikudaginn 20. ágúst kl 20.30 og send staðfesting ánetfangið sævaldur.gunnarsson@promens.com , skýring.
Skráningargjöld: kr. 2500 fyrir fyrstu skráningu kr. 1500 fyrir næstu skráningar pr.knapa í opnum flokki en kr. 1500 hver skráning hjá ungmennum, unglingum og börnum.
Upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:
Kennitala félagsins: kt. 540890-1029 Reiknisnúmer: 1177-26-175  skýring.

Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka vegna dræmrar þátttöku.

Áætlað að hafa grillveislu á laugardagskvöldið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig hjágudrun.steini@hotmail.com , kr. 2500.- fyrir mannin, kr.1000.- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 0-5 ára.

fimmtudagur, 14. júní 2012

Reiðnámskeið.

Reiðnámskeið verður haldið á Siglufirði og hefst 6. júlí og verður í viku til 10 daga.
Námskeiðið er öllum opið.
Nánari uppl.  hjá Herdísi í símum 467-1375 og 698-6518
                                                                                              Hestamannafélagið Glæsir.

Tiltektardagur

Laugardaginn 9 júni var tiltektardagur hjá okkur, hreinsað var í kringum svæðið og kaffistofan tekin í gegn. Mætting var ágæt og endað var á að grilla pylsur og spjalla saman. Þökkum öllum fyrir.
                                                                                                                                       Glæsir.

föstudagur, 25. maí 2012

Hestamenn athugið!


____________________________________________________________________________________________________________________________________________________Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla
Aðstoð við fótaskoðun
Innkomustjórnun
Upplýsingamiðstöð
Aðstoð á skrifstofu
Ýmis störf á svæði
Aukavaktir

Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.
Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.
Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

Með vissu um góðar undirtektir,
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna