þriðjudagur, 19. ágúst 2014

Stórmót Hrings


Helgina 22.-24. ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyriropnu íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Tölti- opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki
Fimmgangi, opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki
Fjórgangi, opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki
100m skeiði
150m skeiði
250m skeiði
Gæðingaskeiði
Í skeiðgreinum verður rafræn tímataka.
Skráningar fara fram í gegnum tengilinn "Skráning í mót" á heimasíðu Hrings, hringurdalvik.net. Þar skal merkja við öll stjörnumerkt atriði.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 20. ágúst kl 20.00.
Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins fyrir miðvikudaginn 20. ágúst kl 20.30 og send staðfesting ánetfangið sævaldur.gunnarsson@promens.com , skýring.
Skráningargjöld: kr. 2500 fyrir fyrstu skráningu kr. 1500 fyrir næstu skráningar pr.knapa í opnum flokki en kr. 1500 hver skráning hjá ungmennum, unglingum og börnum.
Upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:
Kennitala félagsins: kt. 540890-1029 Reiknisnúmer: 1177-26-175  skýring.

Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka vegna dræmrar þátttöku.

Áætlað að hafa grillveislu á laugardagskvöldið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig hjágudrun.steini@hotmail.com , kr. 2500.- fyrir mannin, kr.1000.- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 0-5 ára.