mánudagur, 21. nóvember 2011

Tamningarnámskeið.

Fyrirhugað er að halda tamningarnámskeið eftir áramót ef næg þáttaka fæst.
Sennilega verður kennari frá Hólum eða 3 árs nemi.
Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband svo sjáist hvort áhugi sé fyrir þessu námskeiði :)
Nánari uppl og skráning, Simmi í síma s. 8664674.

sunnudagur, 14. ágúst 2011

Hestadögum lokið.

Hestamannafélagið Glæsir þakkar öllum félagsmönnum og gestum kærlega fyrir samveruna um helgina :)

Einnig öllum þeim sem sáu um undirbúning, þrif og þeim sem gáfu kaffibrauð, Sparisjóði Siglufjarðar, Aðalbakaríinu og Samkaup úrval fyrir góða þjónustu:) Án okkar allra er erfitt að halda svona góða daga.

Stjórnin.






Ef þið eigið myndir frá hestadögum endilega sendið okkur.
þessar myndir voru teknar af Fríðu.




sunnudagur, 7. ágúst 2011

Hestadagar 2011

Hestadagar eru að skella á, það þarf að fá tölu í grillið á laugardag vinsamlega HRINGIÐ í Halla  8935051 í síðastalagi í hádeginu á morgun 8. ágúst :)  Helen og Hulda ætla svo að hringja ykkur félagsmenn og biðja um kaffbrauð og kökur, vonandi mæta allir hressir og kátir :)

Stjórnin.

laugardagur, 16. júlí 2011

Félagshólf

Þeir sem eiga hesta í félagshólfinu við hesthúsin eru vinsamlega beðnir um að taka þá, það þarf að hafa hólfið klárt á Hestadögum :) Bent er á að félagshólfið í Hólsdalnum er opið öllum.



Kv.Formaður.

miðvikudagur, 6. júlí 2011

Reiðnámskeið




Hestamannafélagið Glæsir verður með reiðnámskeið fyrir börn á Sauðanesi, kennari Herdís Erlendsdóttir. Námskeiðið hefst 18 júlí
og endar 23 júlí.

Þeir sem eiga hesta mega koma með þá á námskeiðið.

Skipt verður í tvo hópa :
Byrjendur  kl. 11
Lengra komnir  kl. 17

Hittumst í kaffistofu Glæsis sunnudaginn 17. júlí kl.18
Þá verður raðað í hópa og tekið við greiðslu.
15.000 þús.

Skráning fyrir 15 júlí.
Hjá Herdísi í síma 8489509 / 4671374
og Kollu í síma 8641552.

Glæsir

fimmtudagur, 23. júní 2011

Reiðnámskeið fyrir börn

Reiðnámskeið hefst mánudaginn 18 júlí á Sauðanesi.
Nánari uppl. koma síðar kv stjórnin:)

þriðjudagur, 14. júní 2011

Hestanudd

Námskeið í hestanuddi

Til stendur að halda námskeið í hestanuddi á Siglufirði ef næg þátttaka fæst, helgina 2-3 júlí, næstkomandi. Kennari er Catrin Annica Engström.
Námskeiðið stendur frá 9 - 16 á laugardeginum. Þá er bóklegur tími, vöðvafræði, ástæður fyrir nuddmeðferð og fleira. Dagurinn endar á því að skoða hvar beinagrindin er í hestinum til að undirbúa nuddið.  
Á sunnudeginum er byrjað kl 10, hver og einn kemur með sinn hest. Farið verður yfir gripin og kennarinn fer á milli og hjálpar. Dagurinn endar svo með sýnikennslu i teyjuæfingum. Hver og einn fær bækling með sig heim.

Námskeiðið kostar kr.17.000 per nemanda og lágmarksfjöldi eru 6 nemendur. Greiða verður staðfestingargjald kr. 6000 við skráningu. Skráning og allar upplýsingar eru í síma 861-6727 eða í hestanudd@hestanudd.net.

þriðjudagur, 10. maí 2011

Tiltektardagur

Á laugardaginn er áætlað að mæta kl 13:00 við hesthúsin að snyrta og
hreynsa upp rusl og drasl,.
Sjáumst hress:) Margar hendur vinna létt verk.
Stjórnin.

sunnudagur, 8. maí 2011

Alþjóðleg NJF-ráðstefna.

Alþjóðlega NJF-ráðstefnan ”Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk.


Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna.

Fagsvið ráðstefnunnar verða fjölbreytt og spanna vítt svið eins og sjá má við lestur dagskrár hennar:

http://www.njf.nu/site/seminarRedirect.asp?p=1004&intSeminarID=437&strSemInfoType=pro

Á ráðstefnunni munu margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar eru: dr. Eileen Fabian Wheeler (Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum - margir þekkja hana sem höfund bóka um hönnun hesthúsa), dr. Eva Søndergaard (Agro Food Park, Danmörku), dr. Knut Bøe (Náttúruvísindaháskólanum í Noregi) og dr. Michael Ventorp (Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð). Auk þess eru fjölmargir aðrir fyrirlesarar, m.a. helstu sérfræðingar Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar hrossa.

Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku. Skráðu þig á: www.njf.nu eða með því að senda tölvupóst á ráðstefnustjóra hennar (Snorra Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands): snorri@lbhi.is
Athygli er vakin á því að íslenskir þátttakendur geta fengið 50% afslátt af ráðstefnugjaldi (borga þá 150 Evrur) óski þeir eftir því. Þetta kemur reyndar ekki fram á heimasíðunni, en stjórn ráðstefnunnar tók þessa ákvörðun og mun ráðstefnustjóri hafa samband við alla íslenska þátttakendur og bjóða þessi sérkjör. Viðkomandi skráir sig því eins og um fullt gjald væri að ræða en fær svo afslátt.

föstudagur, 6. maí 2011

Æskan og hesturinn.

Æskan og hesturinn
Laugardaginn 7. mai á Sauðárkróki.
Tvær sýningar kl.13 og 16.
Allir að mæta og horfa á krakkana frá Glæsi og auðvitað alla hina líka:)
Góða skemmtun.

föstudagur, 29. apríl 2011

Kvennareið Glæsis

Jæja þá styttist í reiðina:)
Ætlum að mæta kl.16 og leggja af stað um kl.17
Grill á eftir.
1500.- á mann nánari uppl hjá Stínu. s 8450165.
Hittumst hressar og eigum skemmtilega stund saman.

Stjórnin.

fimmtudagur, 21. apríl 2011

Gleðilegt sumar og Páskahátíð

Glæsir óskar félagsmönnum gleðlegt sumar og ánægjulegrar páskahátíðar.
Vonandi verða næstu vikur líflegar hjá okkur í hesthúsahverfinu.
T.d styttist í að við hittumst og hreinsum í kringum okkur eftir veturinn og gerum reiðskemmu klára.

miðvikudagur, 20. apríl 2011

Æskan og Hesturinn

Krakkarnir hjá Glæsi eru byrjuð að æfa fyrir Æskan og Hesturinn sem verður haldið á Sauðárkróki 7. Maí 2011.

Tvær sýningar yfir daginn kl 13:00 og 16:00.

Kv. Glæsir

Kvennareið Glæsis

Laugardaginn 30 apríl verður kvennareið Glæsis.

Skorað er á allar konur í Glæsi að mæta og ríða út saman
og gera okkur glaðan dag.

Tilkynnið þáttöku til Stínu.s.8450165
Nánari upplýsingar verða auglýstar síðar.

sunnudagur, 10. apríl 2011

Aðalfundur Glæsis

Aðalfundur Glæsis verður haldinn í Glæsibæ þriðjudaginn 12. apríl 2011 kl 18:00

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kostning stjórnar
3. önnur mál

Kristín Úlfsdóttir formaður