föstudagur, 27. janúar 2012


Námskeið í hestanuddi

Til stendur að halda námskeið í hestanuddi á Siglufirði ef næg þátttaka fæst, helgina 25-26 febrúar, næstkomandi.  Kennari er Catrin Annica Engström.
Námskeiðið stendur frá 9 - 16 á laugardeginum. Þá er bóklegur tími, vöðvafræði, ástæður fyrir nuddmeðferð og fleira.  Dagurinn endar á því að skoða hvar beinagrindin er í hestinum til að undirbúa nuddið.  Farið verður í að skoða og ræða hnakkamál og hægt er að koma með hnakkinn sinn til að láta kíkja á hann.
Á sunnudeginum er byrjað kl 10, hver og einn kemur með sinn hest. Farið verður yfir gripin og kennarinn fer á milli og hjálpar. Dagurinn endar svo með sýnikennslu i teygjuæfingum. Hver og einn fær bækling með sig heim. 

Námskeiðið kostar kr.19.200 per nemanda og lágmarksfjöldi eru 6 nemendur. Greiða verður staðfestingargjald kr. 6000 við skráningu.  Skráning og allar upplýsingar eru í síma 861-6727 eða í hestanudd@hestanudd.net fyrir  sunnudaginn 19.febrúar.