Til félagsmanna í Hestamannafélaginu Glæsi.
Sunnudaginn 12. febrúar var framhaldsaðalfundur hjá félaginu. Á þeim fundi var skipuð starfsstjórn sem ætlar að taka að sér ákveðin verkefni.
1) Hagsmunagæslu gagnvart bæjaryfirvöldum vegna skipulags í Hólsdal.
2) Frágangur á rafmagnsmálum.
3) Innanfélagsmót til fjáröflunar fyrir félagið.
4) Barna og unglingastaf er snýr að “æskan og hesturinn” og sumarnámskeið.
Önnur mál eru ekki á dagskrá en þeir félagsmenn sem óska eftir að félagið ráðist í önnur verkefni er bent á að taka þau upp á félagsfundum sem boðaðir verða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli