miðvikudagur, 22. febrúar 2012

Félagsmenn.


Til félagsmanna í Hestamannafélaginu Glæsi.

Sunnudaginn 12. febrúar var framhaldsaðalfundur hjá félaginu. Á þeim fundi var skipuð starfsstjórn sem ætlar að taka að sér ákveðin verkefni.

1) Hagsmunagæslu gagnvart bæjaryfirvöldum vegna skipulags í Hólsdal.

2) Frágangur á rafmagnsmálum. 

3) Innanfélagsmót til fjáröflunar fyrir félagið.

4) Barna og unglingastaf er snýr að “æskan og hesturinn” og sumarnámskeið.

Önnur mál eru ekki á dagskrá en þeir félagsmenn sem óska eftir að félagið ráðist í önnur verkefni er bent á að taka þau upp á félagsfundum sem boðaðir verða.

fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Reiðleiðir Landsambands Hestamannafélaga



"Í Kortasjánni er hægt að skoða kort reiðleiðum Landsambands Hestamannafélaga. Hægt er að færa kortið til stækka eða minnka, mæla fjarlægðir og prenta. Boðið er upp á að leita eftir heimilisfangi, örnefni eða þjónustu (td. gisting, sund eða verslun.). Í Kortasjánni er hægt er að velja á milli þess að hafa hefðbundið grunnkort eða myndkort sem undirlag og sýna aðrar kortaþekjur þar ofan á."

fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Bleika Töltmótið


Þann 19. Febrúar munum við Fáks konur halda í annað sinn Bleika tölt mótið til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, við færðum Krabbameinsfélaginu 500.000 þúsund í fyrra og langar að gera enn betur í ár mótið verður hið glæsilegasta vegleg verðlaun verða í boði, við bjóðum upp á 4 flokka aldurstakmark er 17 ára.


Hestadagar í Reykjavík




Slóð inn á heimasíður hestadaga er http://www.icelandichorsefestival.is/is og þar má sjá dagskrána

Félagsmenn!


Kæru félagsmenn!
Vegna lélegrar mætingar á aðalfundinum í kvöld fimmud. 9 feb.
Hefur verið ákveðið að halda famhaldsaðalfund á sunnudaginn 12 feb. Kl 17:00.
Þangað til verður reiðskemman lokuð öllum félagsmönnum þangað til
að þeyr sýni félaginu virðingu og mæti á aðalfund.
Kv. Kristín Úlfsdóttir form.

sunnudagur, 5. febrúar 2012

Aðalfundur Glæsis.


Kæru félagar.
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund fimmtudaginn 9 feb kl 20:00
í Glæsibæ.Vonast ég til að sem flestir mæti.
Kosið verður ný stjórn og nú hjálpast allir að að finna nýja stjórnarmenn.
Núverandi formaðu ætlar EKKI að sitja áfram!!!!!!
Kv. Kristín Úlfsd. form.

föstudagur, 3. febrúar 2012

Tamningarnámskeið

12 janúar byrjaði tamningarnámskeiðið og voru það 9 félagsmenn í 3 hópum sem hittust 2 í viku í 5 skipti.
Þorsteinn Björnsson kennari á Hólum sá um kennsluna. Hér koma nokkrar myndir sem Fríða tók:) af áhugasömum nemendum og kennara. Fyrirhugað er að vera með námskeið í Knappamerkjum, en sami kennari mun sjá um það:) nánar auglýst síðar.