föstudagur, 25. maí 2012

Hestamenn athugið!


____________________________________________________________________________________________________________________________________________________



Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla
Aðstoð við fótaskoðun
Innkomustjórnun
Upplýsingamiðstöð
Aðstoð á skrifstofu
Ýmis störf á svæði
Aukavaktir

Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.
Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.
Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

Með vissu um góðar undirtektir,
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli