miðvikudagur, 14. mars 2012

Landsmót UMFÍ 50 +


Heilir og sælir kæru hestamenn

Helgina 8. – 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti J og senda þessar upplýsingar á sem flesta. 
Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða. 
Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasambands Kjalarnesþings og Ungmennafélags Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin.
Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is.
Aðstaða til keppni í hestaíþróttum er öll til fyrirmyndar í Mosfellsbæ ásamt annarri íþróttaaðstöðu.
Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012 kát og hress J.

Mínar allra bestu kveðjur,
Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +
Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

miðvikudagur, 7. mars 2012


FEIF Youth cup 2012

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k. Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
  • Reynsla í hestamennsku
  • Enskukunnátta
  • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
  • Sjálfstæði
  • Geta unnið í hóp
  • Reglusemi
Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á hilda@landsmot.is eða lh@isi.is 
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
           

þriðjudagur, 6. mars 2012

VETRARLEIKAR Í FJALLABYGGÐ 17.-18. mars 2012

Vetrarleikarnir eru í boði UÍF og aðildafélaga í Fjallabyggð.
Félögin kynna starfsemi sína og er frítt á alla viðburði.



Laugard. 17. mars
Hvar
Tími
Hvaða íþróttagrein
Aldurshópur
Snerpa
Íþróttahús Siglufjörður
10:00-12:00
Boccia
Allur
Gnýfari
Hesthúsa-svæði
10:00-12:00
Opið hús í Tuggunni og teymt undir
Allur
KF
KF
Íþróttahús Siglufjörður
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-13:00
13:00-14:00
Fótbolti
Fótbolti
12 ára og yngri
13 ára og eldri
TBS
Íþróttahús Siglufjörður
14:00-16:00
Badminton - spila
Allur
Skotfélagið
Ólafsfjarðarvatn
14:00-16:00
Gönguskíða-skotfimi
15 ára og eldri

Sunnud. 18.mars
Hvar
Tími
Hvaða íþróttagrein
Aldurshópur
Glæsir
Hesthús hjá Halla og Óla
09:00-10:00
Hestum gefið
Allur
GKS
Skíðafélag Ólafsfj.
Íþróttahús Siglufjörður
Tindaöxl
10:00-12:00
11:00-13:00
Golf – pútta/slá af mottum
Ættarmótið-þriggja brauta keppni
Allur
Allur
Glói
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-13:00
Íþróttaskóli fyrir yngstu börnin
3-6 ára
Glói
Íþróttahús Siglufjörður
12:00-14:00
Frjálsíþrótta kynning
Allur
Glæsir
Reiðskemma
13:00-14:00
Reitt undir
Yngri kynslóðin
Skíðafélag Ólafsfj.
Ólafsfjarðarvatn
15:00-16:30
Gönguskíða-bogfimi
16 ára og eldri
Glæsir
Hesthús/reiðskemma
14:00-15:00
Leggja á, umhirða og tamningar
12-18 ára
Gnýfari
Ólafsfjarðarvatn
14:00-15:00
Hestasýning
Allur
Skíðafélag Siglufj.
Skarðsdalur
14:00-16:00
Leikjabraut o.fl.
Yngri kynslóðin


UÍF bíður uppá kaffi og með því í íþróttahúsinu á Siglufirði lau. 12:00-15:00 og í Vallarhúsinu á Ólafsfirði sun. 13:00-16:00.

mánudagur, 5. mars 2012

Knappamerki

Fyrirhugað er að hafa stöðupróf fyrir knappamerki 1. fljótlega.
Þeir sem hafi áhuga endilega hafið samband við Simma í s. 8664674 og fáið nánari uppl.